
50L Bakgas innihald
Bakgas í iðnaði
Bakgas frá Veldix er sérhannað fyrir aðstæður þar sem þarf að tryggja súrefnislausar og hreinar aðstæður við málmsuðu. Gasblandan samanstendur af 90% köfnunarefni (N₂) og 10% vetni (H₂). Vetnið hefur það hlutverk að binda og brenna burt allt umfram súrefni sem kann að vera til staðar, á meðan köfnunarefnið tryggir stöðugleika og verndar suðuna.
Þessi blanda hentar sérstaklega vel í málmiðnaði og við framleiðslu rafeindabúnaðar, þar sem súrefni og oxun geta haft skaðleg áhrif á gæði og eiginleika lokaafurðar. Með notkun á bakgasi frá Veldix er tryggt að vinnsla fari fram í öruggum og stöðugum aðstæðum sem stuðlar að hágæða niðurstöðum.
Þrýstingur á gashylkjum
Þrýstingur á bakgashylkjum sem Veldix selur er miðaður við 195 bör ± 5 bör við 22 °C. Þrýstingurinn lækkar um ca. 1 bar fyrir hverja 1 gráðu sem hitastigið lækkar (samkvæmt PV = nRT).
Vegna kaldrar umhverfisaðstæðna á Íslandi getur þrýstingur nýrra hylkja mælst niður í um 175 bör. Veldix vinnur að því að bjóða upp á hylki með fullum 200 bara þrýstingi miðað við íslenskar aðstæður, en það verður fyrst mögulegt þegar eigin áfyllingarstöð verður komin í rekstur á Íslandi.
Öryggisblað – SDS