Um Veldix
Veldix er fyrirtæki í eigu Íslendinga. Undir lok 2023 hófst undirbúningur við framleiðslu á eigin vörum fyrir íslenskan markað og sumarið 2024 hóf Veldix sölu á hluta vöruframboðsins, fyrst hlífðargasi fyrir suðu og síðar aðrar helstu gastegundir og gasblöndur.
Um mitt ár 2025 var starfsemin komin á fullt skrið og allar vörur orðnar lagervara.
Markmið Veldix er að mæta þörfum allra viðskiptavina og bjóða góð verð og þjónustu. Hvort sem um er að ræða stór fyrirtæki sem nota mörg gashylki á dag eða einyrkja sem þarf eitt hylki á nokkurra ára fresti, þá erum við með vörurnar og þjónustuna sem hentar.
Við bjóðum bæði upp á eignarhylki og hylkjaleigu.
Við kappkostum að tryggja að allar vörur okkar og þjónusta standist ströngustu kröfur.