Um Veldix

Veldix er fyrirtæki í eigu Íslendinga sem hafa mikla reynslu af notkun gass í iðnaði. Í lok 2023 hófst undirbúningur við framleiðslu á eigin vörum fyrir Veldix, ætlað fyrir markað á Íslandi. Sumarið 2024 hóf Veldix sölu á hluta vöruframboðsins, fyrst hlífðargasi fyrir suðu en síðar á árinu bættust við fleiri vöruflokkar. Um mitt ár 2025 gerum við ráð fyrir að starfsemin verði komin á fullt skrið og allar vörur í boði séu orðnar lagervara.

Gashylki eru almennt þung og óþjál og því bjóðum við upp á útkeyrslu til viðskiptavina höfuðborgarsvæðisins og sendingar til viðskiptavina á landsbyggðinni. Einnig verður hægt að sækja til okkar gashylki á valda afhendingarstaði um land allt.

Veldix ætlar að skapa sér þá sértöðu á markaðnum með því að mæta óskum og þörfum sinna viðskiptavina og bjóða góð verð. Hvort sem viðskiptavinurinn er stór smiðja sem notar mörg gashylki á dag eða einyrki í eigin bílskúr sem þarf eitt hylki á 10 ára fresti, þá erum við með vörurnar og þjónustuna sem hentar.

Viðskiptavinurinn getur valið á milli þess að eiga hylkin og fengið þau áfyllt efir þörfum, eða verið með leiguhylki og fengið þeim skipt út fyrir áfyllt hylki þegar áfyllingar er þörf*).

Við erum meðvituð um að vörur okkar og þjónusta eru mikilvæg fyrir velgengni okkar viðskiptavina. Við kappkostum því að tryggja að allar vörur okkar og þjónusta standist ströngustu kröfur og tökum fagnandi öllum ábendingum um það hvað betur mætti fara í starfsemi okkar.

Hlökkum til langvarandi samskipta.

*) Athugið að áfylling eignarhylkja hefst á árinu 2025, fram að því verða eignarhylki tekin upp í ný til að tryggja samfellt þjónustustig.