Veldix býður upp á allar helstu tegundir af hlífðargasi sem gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja gæði og styrk suðunnar. Algengustu hlífðargösin eru argon, koldíoxíð og blöndur þeirra, en val á hlífðargasi fer eftir suðutækninni og efninu sem unnið er með. Hreint argon er mikið notað í TIG-suðu á áli og ryðfríu stáli þar sem það veitir stöðugan loga og hreina suðu. Argon og koldíoxíð blöndur eða blandgas er hentar vel við MIG-suðu á svörtu stáli. Vetni er einnig notað til að auka hita og bæta flæði, sérstaklega við suðu á ryðfríu stáli. Blöndur af þessum gastegundum, eins og argon með koldíoxíði eða vetni, bjóða upp á sveigjanleika fyrir ýmis verkefni. Rétt val á hlífðargasi skiptir sköpum í suðuferlinu. Asetýlen og súrefni eru einnig mikið notuð í suðu og skurð. Asetýlen er eldfimt gas sem, þegar það er blandað við súrefni, myndar loga sem nær allt að 3.500°C. Þetta gerir það tilvalið fyrir skurð á stáli. Við suðu er asetýlen notað til að hita og bræða málma saman. Rétt stilling á hlutfalli asetýlens og súrefnis er lykilatriði til að tryggja nákvæmni og öryggi í vinnunni. Mikilvægt er að fara varlega með þessi efni þar sem þau eru mjög viðkvæm fyrir eldi og sprengingum.Fyrir frekari upplýsingar, hafðu samband í síma 547 5577