Málmsuða og skurður

Rétt hlífðargas skiptir öllu máli til að tryggja gæði og styrk suðunnar. Veldix býður upp á allar helstu tegundir af hlífðargasi, ásamt ráðgjöf um hvaða lausn hentar þér best. Rétt val á hlífðargasi skiptir sköpum í suðuferlinu.

  • Hreint argon: Mikið notað í TIG-suðu á áli og ryðfríu stáli þar sem það veitir stöðugan loga og hreina suðu
  • Argon og koldíoxíð blöndur (blandgas): Hentar vel við MIG-suðu á svörtu stáli og ryðfríu.
  • Argon og vetnis blöndur: Notað til að auka hita og bæta flæði við TIG-suðu á ryðfríu stáli.
  • Asetýlen og súrefni: Fyrir suðu, skurð og hitun á stáli.

Við hjálpum þér að velja gasið sem hentar þínum þörfum.

Fyrir frekari upplýsingar, hafðu samband í síma 547-5577.