Fiskeldi

Súrefni er ein mikilvægasta undirstaðan í landeldi og hefur bein áhrif á vöxt, heilsu og vellíðan fisksins. 

Í lokuðum kerfum er náttúrulegt súrefnismagn í vatni langt frá því að vera nægjanlegt og því nauðsynlegt að nota viðbótar súrefni til að tryggja árangur framleiðslunnar. Með réttu súrefnismagni er hægt að rækta fleiri fiska á minni svæði án þess að fórna lífsgæðum þeirra og tryggir þannig hagkvæmari framleiðslu. 

Með stöðugu og traustu framboði af súrefni á samkeppnishæfu verði hjálpar Veldix framleiðendum að forðast óvænt áföll, tryggja rekstraröryggi og byggja upp sterkari og arðbærari rekstur í lax- og seiðaeldi.