
50L Helíum innihald
Helíum í iðnaði
Helíum er einstakt gas sem nýtist víða í iðnaði vegna sérstöðu eiginleika þess. Það er eðlisléttasta eðalgasið, óbrennanlegt og afar stöðugt. Helíum er mikið notað í heilbrigðisgeiranum, meðal annars í segulómunartækjum (MRI) þar sem það kælir ofurleiðara. Það á einnig lykilhlutverk í rannsóknar- og vísindastarfsemi þar sem hreint og öruggt gasumhverfi er nauðsynlegt.
Í málmiðnaði er helíum notað sem hluti af blöndugasi við suðu, sérstaklega á ál og aðra létta málma, þar sem það tryggir stöðugan boga og hágæða suðuáferð. Þá er það einnig notað í ýmiss konar þrýstiprófanir og lekaleit, þar sem smæð sameindanna gerir það að verkum að helíum fer auðveldlega í gegnum minnstu sprungur og leka.
Helíum í blöðrur er góð skemmtun við ýmis tækifæri og má einnig nota í rannsóknarstarf, t.d við veðurrannsóknir.
Þrýstingur á gashylkjum
Þrýstingur á helíumhylkjum sem Veldix selur er miðaður við 195 bör ± 5 bör við 22 °C. Þrýstingurinn lækkar um ca. 1 bar fyrir hverja 1 gráðu sem hitastigið lækkar (samkvæmt PV = nRT).
Vegna kaldrar umhverfisaðstæðna á Íslandi getur þrýstingur nýrra hylkja mælst niður í um 175 bör. Veldix vinnur að því að bjóða upp á hylki með fullum 200 bara þrýstingi miðað við íslenskar aðstæður, en það verður fyrst mögulegt þegar eigin áfyllingarstöð verður komin í rekstur á Íslandi.
Öryggisblað – SDS