50L Bakgas

59.516 kr
73.800 kr  með VSK
 
 

Innihald og hylki

Bakgas frá Veldix er sérhannað fyrir aðstæður þar sem þarf að tryggja súrefnislausar og hreinar aðstæður við málmsuðu. Gasblandan samanstendur af 90% köfnunarefni (N₂) og 10% vetni (H₂). Vetnið hefur það hlutverk að binda og brenna burt allt umfram súrefni sem kann að vera til staðar, á meðan köfnunarefnið tryggir stöðugleika og verndar suðuna.

Þessi blanda hentar sérstaklega vel í málmiðnaði og við framleiðslu rafeindabúnaðar, þar sem súrefni og oxun geta haft skaðleg áhrif á gæði og eiginleika lokaafurðar. Með notkun á bakgasi frá Veldix er tryggt að vinnsla fari fram í öruggum og stöðugum aðstæðum sem stuðlar að hágæða niðurstöðum.

Öll bakgashylki frá Veldix eru:

- með DIN 477-10 ventlum sem eru sömu ventlar og hafa tíðkast á Íslandi.
- stöðluð ISO9809-1
- TPED, skoðuð af tegundastofu og prófuð
- með hlíf yfir ventil með handfangi

Þrýstingur á gashylkjum:

Þrýstingur á gashylkjum sem Veldix selur er miðað við 195 bör +/- 5 bör við 22 gráðu hita innihalds. Þrýstingur á hylkjum lækkar um c.a. 1 bar fyrir hverja 1 gráðu sem hitastigið breytist undir þessum þrýstingi. (PV = nRT). Veldix gerir sér grein fyrir að í köldu umhverfi á Íslandi er möguleiki að hylki mælist niður í 175-180 bara þrýsting.

 

Öryggisblað – SDS