5L Köfnunarefni
Innihald og hylki
Notað í skurði á málmum til að koma í veg fyrir oxun við háan hita. Nytsamlegt í iðnaði vegna hæfni þess til að skapa loftlaust umhverfi. Notað til að kæla niður og frysta matvæli hratt, sem varðveitir ferskleika þeirra og hindrar vöxt baktería. Einnig notar lyfjaiðnaðurinn köfnunarefni til að tryggja öryggi og stöðugleika við framleiðslu á lyfjum. Einnig notað við áfyllingu á dempurum í bílaiðnaði.
Öll gashylki með köfnunarefni frá Veldix eru:
- með DIN 477-10 ventlum sem eru sömu ventlar og hafa tíðkast á Íslandi.
- stöðluð ISO9809-1
- TPED, skoðuð af tegundastofu og prófuð
- með hlíf yfir ventil með handfangi
Þrýstingur á gashylkjum:
Þrýstingur á gashylkjum sem Veldix selur er miðað við 195 bör +/- 5 bör við 22 gráðu hita innihalds. Þrýstingur á hylkjum lækkar um c.a. 1 bar fyrir hverja 1 gráðu sem hitastigið breytist undir þessum þrýstingi. (PV = nRT). Veldix gerir sér grein fyrir að í köldu umhverfi á Íslandi er möguleiki að hylki mælist niður í 175-180 bara þrýsting.